Heilsan á að njóta vafans 20. mars 2007 18:59 Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira