Benitez: Ég er bara að reyna að vinna vinnuna mína 29. nóvember 2007 17:48 Rafa vill ólmur funda með eigendum Liverpool Nordic Photos / Getty Images Rafa Benitez segist vonast til að geta fundað með eigendum Liverpool fyrir leik liðsins gegn Manchester United í næsta mánuði. Hann segist ekki vera fúll út í eigendur félagsins og segist fyrst og fremst vera að reyna að sinna vinnu sinni sem best. Benitez er sagður hafa óskað eftir meiri fjárframlögum frá eigendum Liverpool þegar janúarglugginn opnar, en Bandaríkjamennirnir komu þeim skilaboðum áleiðis til stjórans að honum væri hollast að einbeita sér að því að vinna leiki á knattspyrnuvellinum. Þeir Gillett og Hicks verða líklega á Anfield þann 16. desember þegar Liverpool tekur á móti Manchester United og Benitez segist vonast til að geta átt fund með þeim fyrir þann leik til að hreinsa spennuþrungið andrúmsloftið hjá félaginu. "Ég vona að ég nái fundi með þeim fyrir United-leikinn. Ég veit ekki hvort það er hægt en ég mun reyna mitt besta. Ég hef talað við eigendurna um eitt og annað en við erum ekki alveg á sömu blaðsíðunni í dag. Ég er viss um að við munum skilja sáttir og skilja betur skoðanir hvors annars þegar við tölum saman næst," sagði Benitez og áréttaði að fréttaflutningur af málinu hefði ekki verið alfarið réttur. "Ég hef heyrt því fleygt að málstaður minn sé byggður á sjálfsmiðuðum takmörkum mínum, en það er alls ekki rétt. Það er á minni ábyrgð að liðið sé gott og ég er ekki hérna til þess eins að hirða launin mín. Ég vil að liðið verði nógu gott til að keppa á öllum vígstöðvum og það er það sem ég er að reyna að fá fram. Ég vil taka það fram enn og aftur að ég á ekki í neinum illdeilum við eigendur félagsins," sagði Benites í samtali við Sky. "Ég þarf að tala betur við eigendur félagsins því það getur vel verið að þeir hafi misskilið mig eitthvað þegar við ræddum saman síðast. Kannski er enskan mín bara ekki nógu góð, en við verðum að sjá til þess að allir séu að skilja alla. Ég er að hugsa um leikmannahópinn og það er stutt í janúar og það er líka stutt í næsta sumar. Ég vil bara ræða við þá og það er betra að gera það augliti til auglitis en í síma eða með tölvuskeytum," sagði Spánverjinn. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Rafa Benitez segist vonast til að geta fundað með eigendum Liverpool fyrir leik liðsins gegn Manchester United í næsta mánuði. Hann segist ekki vera fúll út í eigendur félagsins og segist fyrst og fremst vera að reyna að sinna vinnu sinni sem best. Benitez er sagður hafa óskað eftir meiri fjárframlögum frá eigendum Liverpool þegar janúarglugginn opnar, en Bandaríkjamennirnir komu þeim skilaboðum áleiðis til stjórans að honum væri hollast að einbeita sér að því að vinna leiki á knattspyrnuvellinum. Þeir Gillett og Hicks verða líklega á Anfield þann 16. desember þegar Liverpool tekur á móti Manchester United og Benitez segist vonast til að geta átt fund með þeim fyrir þann leik til að hreinsa spennuþrungið andrúmsloftið hjá félaginu. "Ég vona að ég nái fundi með þeim fyrir United-leikinn. Ég veit ekki hvort það er hægt en ég mun reyna mitt besta. Ég hef talað við eigendurna um eitt og annað en við erum ekki alveg á sömu blaðsíðunni í dag. Ég er viss um að við munum skilja sáttir og skilja betur skoðanir hvors annars þegar við tölum saman næst," sagði Benitez og áréttaði að fréttaflutningur af málinu hefði ekki verið alfarið réttur. "Ég hef heyrt því fleygt að málstaður minn sé byggður á sjálfsmiðuðum takmörkum mínum, en það er alls ekki rétt. Það er á minni ábyrgð að liðið sé gott og ég er ekki hérna til þess eins að hirða launin mín. Ég vil að liðið verði nógu gott til að keppa á öllum vígstöðvum og það er það sem ég er að reyna að fá fram. Ég vil taka það fram enn og aftur að ég á ekki í neinum illdeilum við eigendur félagsins," sagði Benites í samtali við Sky. "Ég þarf að tala betur við eigendur félagsins því það getur vel verið að þeir hafi misskilið mig eitthvað þegar við ræddum saman síðast. Kannski er enskan mín bara ekki nógu góð, en við verðum að sjá til þess að allir séu að skilja alla. Ég er að hugsa um leikmannahópinn og það er stutt í janúar og það er líka stutt í næsta sumar. Ég vil bara ræða við þá og það er betra að gera það augliti til auglitis en í síma eða með tölvuskeytum," sagði Spánverjinn.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira