Innlent

Ný Grímseyjarferja í siglingar fljótlega eftir áramót

Kristján L. Möller samgönguráðherra í skipstjórastólnum. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Eíríkur Örn Víglundsson (til hægri) og Guðmundur Víglundsson frá Vélsmiðju Orms og Víglundar.
Kristján L. Möller samgönguráðherra í skipstjórastólnum. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Eíríkur Örn Víglundsson (til hægri) og Guðmundur Víglundsson frá Vélsmiðju Orms og Víglundar. MYND/Samgönguráðuneyti

Reiknað er með því að hin nýja Grímseyjarferja, sem hefur fengið nafnið Sæfari líkt og fyrirrennari hennar, hefji siglingar fljótlega á nýju ári.

Eftir því sem segir á vef samgönguráðuneytisins vinnur Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði nú að síðustu verkunum við endurbætur á ferjunni en eins og kunnugt er fór bygging hennar og endurbætur langt fram úr áætlunum.

Kristján L. Möller samgönguráðherra leit á skipið í gær og ræddi við fulltrúa verktakans. Þar kom fram að unnið sé að síðustu verkefnunum varðandi innréttingar, svo sem flísalögnum og ýmsum frágangi innan stokks. Forráðamenn Vélsmiðju Orms og Víglundar gera ráð fyrir að þeim verkefnum ljúki fljótlega eftir helgina. Þegar verki vélsmiðjunnar verður lokið á enn eftir að ganga frá nokkrum verkþáttum og verður tilboða leitað í þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×