Innlent

Atvinnuleysi minnkar milli ára

Atvinnuleysi í febrúar síðastliðnum reyndist 1,3 prósent og jókst um þrjú prósent milli mánaða. Þetta leiða tölur Vinnumálastofnunar í ljós. Atvinnuleysi er töluvert minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,6 prósent og hefur fækkað í hópi atvinnulausra um rúmlega 300 manns á tímabilinu.

Atvinnuleysi jókst um sex prósent á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða en litlar breytingar voru á landsbyggðinni. Þá mældist atvinnuleysi kvenna 1,7 prósent og karla 1,1 prósent. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni lítið breytast í mars og að það verið á bilinu 1,2 prósent til 1,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×