Fótbolti

Norður-Írar flugust á í flugvélinni á leið frá Íslandi

Kieth Gillespie skiptist á hnefahöggum við George McCartney í gær
Kieth Gillespie skiptist á hnefahöggum við George McCartney í gær NordicPhotos/GettyImages

Svo virðist sem tapið gegn Íslendingum í gær hafi farið illa í leikmenn norður-írska landsliðsins, en tveir þeirra flugust hatrammlega á í flugvélinni á leið frá Íslandi í gærkvöld. Félagar þeirra náðu að skakka leikinn en atvikið kom upp áður en flugvélin tók á loft frá Keflavík.

Þetta voru þeir George McCartney og Keith Gillespie, en þeir eru sagðir hafa rifist heiftarlega og létu svo hnefahöggin dynja hvor á öðrum. Nigel Worthington landsliðsþjálfara var greint frá atvikinu áður en flugvélin fór á loft og hefur norður-írska knattspyrnusambandinu nú verið gefin skýrsla um málið. Leikmennirnir eiga von á refsingu fyrir þessa uppákomu, en vonir Norður-Íra um að komast á EM dvínuðu til muna við tapið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×