Innlent

Sextíu prósent hlynntir álveri við Húsavík

Sex af hverjum tíu kjósendum í Norðausturkjördæmi eru hlynntir álveri við Húsavík, en fjórir af hverjum tíu eru því andvígir.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2.

Úrtakið í kjördæminu var 800 manns á aldrinum 18-75 ára. Spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að álver yrði reist við Húsavík.

29% sögðust mjög hlynntir, fjórðungur frekar hlynntur, en 12 af hundraði hvorki né. 16% voru voru frekar andvígir og 19% mjög andvígir.

 

MYND/Stöð2

29% sögðust mjög hlynntir, fjórðungur frekar hlynntur, en 12 af hundraði hvorki né. 16% voru voru frekar andvígir og 19% mjög andvígir.

Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afgerandi afstöðu kemur í ljós að 60% eru hlynntir álveri á Bakka við Húsavík, en 40% eru því andvígir.

Þegar er búið að verja töluverðum fjármunum í undirbúning álvers á Bakka eins og fram kom í máli sveitarstjóra Norður Þings fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×