Alcan í Straumsvík heldur öllu opnu um orkukaup frá Landsvirkjun 4. apríl 2007 18:28 Alcan í Straumsvík vill halda opnum möguleika næstu þrjá mánuði um orkukaup frá nýjum virkjunum í Þjórsá, þrátt fyrir niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði.Alcan á Íslandi hefur komið þeim boðum til Landsvirkjunar að áður gert samkomulag um orkukaup vegna stækkunar í Straumsvík haldi gildi sínu til 30. júní, en á meðan ræðir Landsvirkjun ekki við aðra um nýtingu orkunnar. Undirbúningur virkjana í neðri hluta Þjórsár heldur áfram á fullu af hálfu bæði Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en þar eru virkjanirnar nú í lokaferli aðalskipulags.Með niðurstöðu kosningarinnar í Hafnarfirði um síðustu helgi, þar sem stækkun álversins var felld, mætti ætla að þar með gæfi Alcan frá sér fyrirliggjandi viljayfirlýsingu um orkukaup við Landsvirkjun. Það hefur hins vegar ekki gerst heldur hefur Alcan þvert á móti, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, komið þeim boðum til Landsvirkjunar að það vilji að samkomulagið gildi til 30. júní, eins og ákvæði þess bjóði upp á. Tvennt er talið vaka fyrir Alcan með þessu. Annarsvegar vilji fyrirtækið fá ráðrúm til að meta hvaða möguleika fyrirtækið hafi í stöðunni og hins vegar vilji það halda öðrum keppinautum frá svo lengi sem kostur er, en Landsvirkjun hefur lýst því yfir að það muni ekki ræða við aðra orkukaupendur meðan viljayfirlýsingin er í gildi. Þá breytir álverskosningin í Hafnarfirði heldur engu um undirbúning virkjananna þriggja í Þjórsá; Urriðafoss, Hvamms, og Holtavirkjunar. Landsvirkjun hyggst innan skamms ganga til samninga um hönnun þeirra, en þrjár íslenskar verkfræðistofur urðu hlutskarpastar í útboði í síðasta mánuði; VST, VGK-Hönnun og Rafteikning. Jafnframt heldur Landsvirkjun áfram samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst heldur ekki stöðva skipulagsferlið en þar er þessa dagana verið að fara yfir milli 80 og 90 athugasemdir sem bárust, samkvæmt upplýsingum oddvita. Hann segir, eins og Landsvirkjun, að alltaf hafi legið fyrir að virkjanirnar væri ekki háðar neinum ákveðnum kaupanda að orkunni. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Alcan í Straumsvík vill halda opnum möguleika næstu þrjá mánuði um orkukaup frá nýjum virkjunum í Þjórsá, þrátt fyrir niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði.Alcan á Íslandi hefur komið þeim boðum til Landsvirkjunar að áður gert samkomulag um orkukaup vegna stækkunar í Straumsvík haldi gildi sínu til 30. júní, en á meðan ræðir Landsvirkjun ekki við aðra um nýtingu orkunnar. Undirbúningur virkjana í neðri hluta Þjórsár heldur áfram á fullu af hálfu bæði Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en þar eru virkjanirnar nú í lokaferli aðalskipulags.Með niðurstöðu kosningarinnar í Hafnarfirði um síðustu helgi, þar sem stækkun álversins var felld, mætti ætla að þar með gæfi Alcan frá sér fyrirliggjandi viljayfirlýsingu um orkukaup við Landsvirkjun. Það hefur hins vegar ekki gerst heldur hefur Alcan þvert á móti, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, komið þeim boðum til Landsvirkjunar að það vilji að samkomulagið gildi til 30. júní, eins og ákvæði þess bjóði upp á. Tvennt er talið vaka fyrir Alcan með þessu. Annarsvegar vilji fyrirtækið fá ráðrúm til að meta hvaða möguleika fyrirtækið hafi í stöðunni og hins vegar vilji það halda öðrum keppinautum frá svo lengi sem kostur er, en Landsvirkjun hefur lýst því yfir að það muni ekki ræða við aðra orkukaupendur meðan viljayfirlýsingin er í gildi. Þá breytir álverskosningin í Hafnarfirði heldur engu um undirbúning virkjananna þriggja í Þjórsá; Urriðafoss, Hvamms, og Holtavirkjunar. Landsvirkjun hyggst innan skamms ganga til samninga um hönnun þeirra, en þrjár íslenskar verkfræðistofur urðu hlutskarpastar í útboði í síðasta mánuði; VST, VGK-Hönnun og Rafteikning. Jafnframt heldur Landsvirkjun áfram samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst heldur ekki stöðva skipulagsferlið en þar er þessa dagana verið að fara yfir milli 80 og 90 athugasemdir sem bárust, samkvæmt upplýsingum oddvita. Hann segir, eins og Landsvirkjun, að alltaf hafi legið fyrir að virkjanirnar væri ekki háðar neinum ákveðnum kaupanda að orkunni.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira