Innlent

Icelandair fellst á tilmæli talsmanns neytenda

MYND/Anton

Icelandair hefur fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að nefna ekki hluta heildarverðs „gjöld" nema um sé að ræða annaðhvort valkvæða aukaþjónustu fyrir flugfarþega eða gjöld sem skylt er að greiða í hlutfalli við fjölda farþega.

Á heimasíðu talsmanns neytenda er greint frá þessu og sagt að tilmælin séu í samræmi við reglur opinbers réttar. Icelandair hafði áður óskað eftir fresti til þess að bregðast við tilmælunum og hefur nú fengið viðbótarfrest til 13. apríl til þess að ljúka nauðsynlegum breytingum vegna tilmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×