Innlent

Ríkið selur hlut sinn í Baðfélagi Mývatnssveitar

 

Iðnaðarráðherra hefur falið einkavæðingarnefnd að annast sölu á 16 prósenta hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu er nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna.

Ríkiskaup hafa umsjón með útboði á hlutnum og er ráðgert að auglýsing, þar sem óskað er tilboða í eignarhlutinn, verði birt fljótlega eftir páska.

Baðfélag Mývatnssveitar var stofnað árið 1998 og voru jarðböðin formlega opnuð í júní 2004. Þau hafa notið vaxandi vinsælda en í fyrra komu 62.500 gestir í þau. Hluthafar í Baðfélaginu eru um 100 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×