Innlent

Landsframleiðsla jókst mun minna í fyrra en árin tvö á undan

MYND/GVA

Landsframleiðsla á síðasta ári var rúmir 1.140 milljarðar í fyrra samkvæmt áætlunum Hagstofunnar og jókst að raungildi um 2,6 prósent frá fyrra ári. Aukningin er minni en en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam yfir sjö prósentum bæði 2004 og 2005.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að útflutningur hafi dregist saman um hátt í sex prósent í fyrra en innflutningur jókst um nærri níu prósent og leiddi þessi þróun til viðskiptahalla sem nam 303 milljörðum króna eða rúmum fjórðungi af landsframleiðslu.

Segir enn fremur á vef Hagstofunna að enda þótt viðskiptakjör hafi batnað frá fyrra ári veldur hallinn á viðskiptajöfnuði því að þjóðartekjur á árinu 2006 dragast saman um 1,7 prósent samanborið við rúmlega átta prósenta vöxt árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×