Erlent

Vonast til að ná sambandi við námuverkamenn

Lögreglumaður stendur vörð við inngang námunnar í Utah fylki.
Lögreglumaður stendur vörð við inngang námunnar í Utah fylki. MYND/AP

Björgunarmenn sem vinna nú hörðum höndum að því að bjarga námuverkamönnum sem hafa verið fastir í námugöngum í Utah í Bandaríkjunum síðan á mánudag. Verið er að bora holu niður á þann stað þar sem talið er að mennirnir séu og búist er við því að borinn ljúki verki sínu á næstu klukkutímum.

Holan sem verið er að bora er aðeins um tíu sentímetrar í þvermál en í gegnum hana ætla björgunarmenn að koma lofti, drykkjarvatni og næringu til mannana sex sem innilokaðir eru. Enn er þó alls óvíst hvort þeir séu á lífi en sé það raunin mun aðgerðin lengja frestinn sem björgunarmenn hafa til að brjótast niður til þeirra. Ennfremur verður reynt að koma myndavélabúnaði og hljóðnemum niður um holuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×