Innlent

Reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang

MYND/GVA

Öll reykvarnarkerfi á Hótel Borg fóru í gang þegar reykinn frá brennandi húsunum lagði yfir hótelið. Á hótelinu eru nú um 80 gestir og búið að loka öllum gluggum til að koma í veg fyrir reykskemmdir.

Samkvæmt upplýsingum frá hótelinu er ekki talið að gestum sé hætta búin vegna reyksins og ekki verður gripið til þess að rýma hótelið að svo stöddu.

Reyk frá brennandi húsunum leggur nú yfir miðbæ Reykjavíkur allt að Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×