Innlent

Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bíl

Fólkið neitaði að koma út úr bílnum og þurfti lögregla að brjóta sér leið inn.
Fólkið neitaði að koma út úr bílnum og þurfti lögregla að brjóta sér leið inn. MYND/Heiða

Lögreglan handtók tvennt í nótt sem leið eftir æsilegan eltingaleik um Breiðholtshverfið. Klukkan fimmtán mínútur í tvö gáfu lögreglumenn bifreið í efra Breiðholti stöðvunarmerki. Bílstjórinn sinnti því í engu og upphófst þá snörp eftirför sem lauk ekki fyrr en bílstjórinn hafði komið sér í sjálfheldu í Hólahverfi.

Þegar lögregla skipaði fólkinu út úr bílnum neituðu ökumaður, kona á þrítugsaldri og farþeginn, karl á fertugsaldri, að koma út. Lögreglan neyddist að lokum til þess að brjóta sér leið inn í bílinn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum og í bílnum fundust ætluð fíkniefni. Síðar kom í ljós að bílnum hafði verið stolið af bílasölu síðdegis í gær. Fólkið er nú vistað í fangageymslum og bíður yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×