Innlent

Mega ættleiða en fá ekki að nýta sér tæknifrjóvgun

Frá því að lögum um tæknifrjóvgun var breytt hefur fjöldi lesbískra para gengist undir slíkar aðgerðir. Sérfræðingur á þessu sviði segir bagalegt að einhleypar konur skuli enn ekki hafa fengið að nýta sér þá tækni sem er fyrir hendi, ekki síst í ljósi þess að þær mega ættleiða börn.

Síðasta sumar gengu í gildi lög sem heimiluðu lesbíum í sambúð að gangast undir tæknifrjóvgun eins og aðrar konur með sambærilega hjúskaparstöðu fá að gera. Tæknifrjóvgunarstofan Art Medica annast allar slíkar aðgerðir á Íslandi og að sögn manna á þeim bænum hefur fjöldi lesbískra para þegar nýtt sér þessi réttindi sín.

Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að einhleypar konur skrái sig í sambúð til að geta eignast börn og dæmi eru um að konur í þeirri stöðu hafi farið utan í þeim tilgangi að fara í tæknifrjóvgun. Þórður segir að almennt ríki ágæt sátt um að þessu beri að breyta og vonast því til að það verði gert hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×