Erlent

Bush leggur af stað til Evrópu

Mikil mótmæli hafa verið fyrir G8 fundinn í Þýskalandi.
Mikil mótmæli hafa verið fyrir G8 fundinn í Þýskalandi. MYND/AFP

Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina.

Stjórnmálaskýrendur telja víst að Bush hlakki ekki mikið til fundarins. Hann hefur aldrei verið óvinsælli heimafyrir og áherslur hans í loftslagsmálum og eldflaugavörnum hafa vakið hörð viðbrögð annara ríkja.

Evrópumenn hafa tekið fálega í hugmyndir Bush stjórnarinnar um að kalla saman þær þjóðir sem menga mest í heiminum til þess að draga úr mengun og Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur hótað að snúa kjarnorkuflaugum Rússa í átt að Evrópu, láti Bandaríkjamenn ekki af hugmyndum sínum um eldflaugavarnakerfi í Austur Evrópu.

Bush og Pútín hyggjast funda vegna málsins í Þýskalandi samhliða G8 fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×