Innlent

Þingkona sækir um veitingavagn

Guðfinna segir að dóttir hennar vilji athuga möguleika á rekstri veitingavagns.
Guðfinna segir að dóttir hennar vilji athuga möguleika á rekstri veitingavagns.

"Þetta er ekki ég heldur dóttir mín Hólmfríður sem hefur hug á að vera með færanlegan veitingavagn á hafnarsvæðinu," segir Guðfinna S. Bjarnadóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Í fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá í gærdag er greint frá því að Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Guðfinna Bjarnadóttir hafi sent inn erindi til hafnarstjórnar í síðasta mánuði um stöðuleyfi fyrir veitingavagn.

Guðfinna segir að hún sé skrifuð fyrir erindinu þar sem dóttir hennar hafi verið erlendis á þessum tíma. "Það er alls ekki ætlun mín að vera með veitingarekstur við höfnina í framtíðinni," segir Guðfinna og hlær við. "Hólmfríður dóttir mín er hinsvegar mjög framkvæmdasöm kona og vildi athuga þennan möguleika. Hinsvegar er þetta mál allt á algeru frumstigi enn sem komið er."

Samkvæmt bókun í fundargerðinni er hafnarstjóra falið að ræða við þær mæðgur um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×