Innlent

Keilir afhenti fyrstu íbúðirnar í morgun

Runólfur segir að 300 íbúðir hafi þegar verið leigðar út
Runólfur segir að 300 íbúðir hafi þegar verið leigðar út Mynd/ GVA
Keilir afhenti tilvonandi nemendum sínum fyrstu íbúðirnar á háskólasvæðinu í morgun. Skólastarf hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Þegar hafa verið leigðar út um 300 íbúðir en 30 nýjum íbúðum hefur verið bætt við þann fjölda síðustu daga og verðum þeim úthlutað á næstunni.

Að sögn Runólfs Ágústssonar, framkvæmdastjóra Keilis, eru íbúðir misjafnlega stórar. Allt frá 30 fermetra einstaklingsherbergjum upp í 160 fermetra fjölskylduíbúðir. Verð fer eftir stærð íbúða en er á bilinu 30 - 70 þúsund.

Keilir og Reykjanesbær vinna að þessari uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu í samstarfi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar en um 700 íbúar flytja þangað í dag og næstu daga.

Í síðustu viku var samið við Hjallastefnuna um rekstur leik- og grunnskóla á svæðinu en auk þess verður starfrækt íþróttamiðstöð á svæðinu, verslun, veitingastaður og kaffihús.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×