Innlent

Uxa- og bóndaganga á Austfjarðatröllinu

Magnús ´Ver á von á hörkukeppni.
Magnús ´Ver á von á hörkukeppni.

Aflraunakeppnin Austfjarðatröllið 2007 hefst á morgun, fimmtudag og eru átta kraftakarlar skráðir til leiks. Auk hefðbundinna aflrauna munu keppendur keppa í nýstárlegum kraftgreinum eins og uxagöngu og bóndagöngu. Keppt verður víða á Austfjörðum en keppnin hefst á Vopnafirði á hádegi.

Magnús Ver Magnússon talsmaður Austfjarðatröllsins á von á hörkukeppni að vanda. Aðspurður um uxagöngu segir hann að þar beri menn stöng yfir axlir sínar 30 metra en á stönginni séu 340 kg af lóðum. Bóndagangan aftur á móti er þannig að menn beri þyngdina í sitthvorri hendinni. "Svona eins og bændur báru mjólkurbrúsana í gamla daga," segir Magnús Ver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×