Innlent

Íbúðalánasjóður hækkar vexti

Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ákveðið að hækka skuli útlánsvexti íbúðalána um 0,05 prósent.

Vextir íbúðalána hjá sjóðnum eru, frá og með deginum í dag, 4,85 prósent á lán sem greiða má upp gegn uppgreiðsluþóknun, en 5,10 prósent án hennar.

Þetta er gert í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, sem fram fór í gær, og byggist á ávöxtunarkröfu hennar, ásamt fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-verðbréfa, eftir því sem segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Vextir sjóðsins hækkuðu síðast um 0,1 prósent 27. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×