Innlent

Vatnsverksmiðja rís strax

Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.

Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að byrjað verði á framkvæmdum við verksmiðjuna strax í næsta mánuði og að hún muni taka til starfa á síðari hluta næsta árs. Ráðgert er að 40-50 manns muni starfa við verksmiðjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×