Samráðið var blekking Siv Friðleifsdóttir skrifar 18. desember 2007 00:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar