Íslenski boltinn

Kekic áfram hjá Víkingi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sinisa Kekic á hörkusiglingu í leik með Víkingi gegn Fram.
Sinisa Kekic á hörkusiglingu í leik með Víkingi gegn Fram.

Sinisa Valdimar Kekic verður áfram í herbúðum Víkings en hann hefur skrifað undir nýjan samning til eins árs. Auk þess að spila mun Kekic taka að sér þjálfun hjá félaginu og verður annar af tveimur þjálfurum 2. flokks karla.

Kekic var valinn leikmaður ársins hjá Víkingi á lokahófi félagsins en hann var einn af markahæstu leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Þau mörk nægðu þó ekki til að bjarga liðinu frá falli niður í 1. deild.

Kekic er 38 ára og er gríðarlega fjölhæfur leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×