Allt um leiki dagsins: Ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. desember 2007 13:29 Shevchenko skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Chelsea í dag. Nordic Photos / Getty Images Þremur leikjum lokið í ensku úrvalsdeildinni. 16 mörk, fimm rauð spjöld og tvær vítaspyrnur er afkoman. Chelsea og Aston Villa skildu jöfn í ótrúlegum 4-4 leik þar sem þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið og tvær vítaspyrnur dæmdar. Þá náði Reading jafntefli gegn West Ham á útivelli þrátt fyrir að Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Og Tottenham rústaði Fulham með fimm mörkum gegn einu. Robbie Keane fagnar öðru tveggja marka sinna í dag.Nordic Photos / Getty Images Tottenham - Fulham 5-1 1-0 Robbie Keane (27.) 2-0 Tom Huddlestone (45.) 2-1 Clint Dempsey (60.) 3-1 Robbie Keane (62.) 4-1 Tom Huddlestone (71.) 5-1 Jermain Defoe (90.) Rautt: Moritz Volz, Fulham (87.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var mikið gleðiefni fyrir stuðningsmenn Tottenham að Ledley King var í fyrsta sinn á tímabilinu í byrjunarliði Tottenham. Tom Huddlestone og Jamie O'Hara voru á miðjunni en Kevin-Prince Boateng á bekknum. Í sókninni byrjuðu þeir Robbie Keane og Dimitar Berbatov. Ray Lewington stýrði Fulham þar sem enn er verið að leita af eftirmanni Lawrie Sanchez sem rekinn var á dögunum. Lewington gerði þrjár breytingar á liði Fulham en þeir Chris Baird, Seol Ki-Hyeon og Alexei Smertin voru allir í byrjunarliðinu. Leikurinn byrjaði heldur rólega en það voru þó heimamenn sem virtust öllu líklegri til að skora fyrsta markið. Dimitar Berbatov náði að ógna marki Fulham eftir tæplega hálftímaleik en það var Robbie Keane sem skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins á 27. mínútu. Hann fylgdi eftir skoti Steed Malbranque sem hafnaði í stönginni og fór beint fyrir fætur Keane. Tom Huddlestone bætti svo við öðru marki seint í hálfleiknum en hann skoraði með föstu skoti af um 20 metra færi. Antti Niemi, markvörður Fulham, bifaðist ekki í markinu. Clint Dempsey náði þó að minnka muninn fyrir Fulham snemma í síðari hálfleik eftir að hann fylgdi eftir eigin skoti sem Paul Robinson varði frá honum. En það var til skamms þar sem Robbie Keane bætti við sínu öðru marki skömmu síðar. Hann skoraði af stuttu færi eftir skalla Dimitar Berbatov að marki. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk hann tækifæri til að fullkomna þrennuna en skaut yfir af stuttu færi. Tom Huddlestone bætti hins vegar við öðru marki sínu með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Ekkert virðist ganga Fulham í haginn þessa dagana. Varamaðurinn Moritz Volz fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir tvö gul spjöld en það síðara kom eftir brot á Malbranque. Jermain Defoe stráði svo salti í sárin með því að skora fimmta mark Tottenham í leiknum skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í dag.Nordic Photos / Getty Images West Ham - Reading 1-1 1-0 Nolberto Solano (42.) 1-1 Dave Kitson (60.). Rautt: Brynjar Björn Gunnarsson, Reading (29.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Carlton Cole hefur tekið út leikbannið sitt og var því í fremstu víglínu West Ham í stað Henri Camara. En þeir James Collins og Luis Boa Morte voru frá vegna meiðsla. Byrjunarlið Reading var óbreytt frá síðasta leik sem þýddi að þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru á sínum stað. West Ham byrjaði af krafti og átti Hayden Mullins strax ágætt skot að marki en beint á markvörðinn. Reading svaraði um hæl og fengu markverðir beggja liða nóg að gera fyrstu mínúturnar. Reading varð þó fyrir áfalli þegar Brynjar Björn fékk að líta beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Hayden Mullins, leikmann West Ham. Hann verður væntanlega dæmdur í þriggja leikja bann fyrir þetta. Það var svo Nolberto Solano sem skoraði mark West Ham í fyrri hálfleik. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og skilaði honum í markið með laglegu skoti. West Ham var áfram sterkari aðilinn í upphafi seinni hálfleiks eins og í lok þess fyrri og gerði Marcus Hahnemann, markvörður Reading, vel til að verja skot Scott Parker af stuttu færi. En Reading neitaði að gefast upp og náði Dave Kitson að skora jöfnunarmark liðsins eftir fyrirgjöf Nicky Shorey. West Ham komst nærri því að endurheimta forystuna þegar að Jonathan Spector skallaði í samskeytin og þá varði Hahnemann vel frá Freddie Ljungberg skömmu síðar. Dean Ashton átti svo skot að marki en boltinn fór beint í andlit Ívars Ingimarssonar. Frekar skrautlegur dagur hjá Íslendingunum í Reading. En hvorugt lið náði að skora sigurmarkið í leiknum og niðurstaðan því mjög ásættanlegt jafntefli fyrir Reading. Shaun Maloney kom Aston Villa í 2-0 í fyrri hálfleik.Nordic Photos / Getty Images Chelsea - Aston Villa 4-4 0-1 Shaun Maloney (14.) 0-2 Shaun Maloney (44.) 1-2 Andreiy Shevchenko, víti (45.) 2-2 Andreiy Shevchenko (50.) 3-2 Alex (66.) 3-3 Martin Laursen (72.) 4-3 Michael Ballack (88.) 4-4 Gareth Barry, víti (93.) Rautt: Zat Knight, Aston Villa (45.), Ricardo Carvalho, Chelsea (80.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Petr Cech var óvænt í byrjunarliði Chelsea þrátt fyrir að hann fór meiddur af velli gegn Blackburn um helgina. Claudio Pizarro var einnig í byrjunarliðinu. Martin O'Neill tefldi hins vegar fram alveg óbreyttu liði frá jafnteflisleik Aston Villa gegn Manchester City. Strax frá upphafi var ljóst að Aston Villa var betri aðilinn en John Carew var óheppinn að koma sínum mönnum ekki yfir þegar hann skallaði naumlega yfir mark Chelsea. Það var svo Carew sem lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Shaun Maloney. Carew skallaði boltann fyrir markið þar sem Maloney skoraði með skoti af stuttu færi. Gabriel Agbonlahor fékk svo skömmu síðar færi til að koma Aston Villa tveimur mörkum yfir en skot hans á mark Chelsea kom úr þröngu færi. Það var þó engum blöðum að fletta að Aston Villa yfirspilaði Chelsea þennan fyrsta hálftíma leiksins. Til að bæta gráu á svart þurfti Frank Lampard að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu. Michael Ballack kom inn í hans stað í hans fyrsta úrvalsdeildarleik á leiktíðinni. Á 44. mínútu náði svo Maloney að skora öðru sinni og í þetta sinn var það alfarið Petr Cech markverði að kenna. Maloney fékk frítt spil fyrir framan vítateig Chelsea, átti skot að marki en Cech var vel staðsettur og hefði átt að verja skotið auðveldlega. Hins vegar náði hann ekki að klófesta boltann sem fór af honum og í netið. En þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma í fyrri hálfleik fékk Chelsea vonarglætu. Zat Knight braut á Michael Ballack í vítateig Aston Villa og dæmdi dómarinn umsvifalaust víti. Skömmu síðar fékk svo Knight að líta rauða spjaldið. Andreiy Shevchenko átti ekki í vandræðum með að skora úr vítaspyrnunni og skyndilega var Chelsea í góðum séns þegar liðin gengu til búningsklefa sinna í leikhléi. Martin O'Neill ákvað að fórna markahetjunni Shaun Maloney fyrir Curtis Davies sem kom inn í vörn Aston Villa fyrir Zat Knight. Chelsea var ekki nema fimm mínútur að jafna leikinn. Aftur var Shevchenko að verki en hann skoraði með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Gjörsamlega óverjandi. Þar með var leikurinn búinn að snúast við á örfáum mínútum og útlit fyrir að Chelsea myndi leika sinn 72. heimaleik í röð án þess að tapa. Shevchenko var sjóðandi heitur og lagði upp þriðja mark Chelsea sem Alex skoraði með föstu skoti úr vítateignum. En þrátt fyrir allt þetta náði Aston Villa að jafna metin á nýjan leik. Martin Laursen var þar að verki með skoti af stuttu færi eftir að boltinn barst inn á teig eftir aukaspyrnu Ashley Young. Annað rautt spjald fór á loft og í þetta sinn fékk leikmaður Chelsea að fara af velli. Ricardo Carvalho fékk verðskuldað rautt fyrir afar ljóta tveggja fóta tæklingu á Agbonlahor. Þessum ótrúlega leik var þó ekki lokið en Chelsea tókst að endurheimta forystuna þrátt fyrir að hafa misst mann af velli. Michael Ballack skoraði úr aukaspyrnu rétt utan vítateigsins. Dramatíkinni var enn ekki lokið. Undir blálokin fékk Ashley Cole rautt fyrir að handleika knöttinn á eigin marklínu. Vítaspyrna var dæmd og skoraði Gareth Barry örugglega úr henni. Niðurstaðan því ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge í dag. Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Þremur leikjum lokið í ensku úrvalsdeildinni. 16 mörk, fimm rauð spjöld og tvær vítaspyrnur er afkoman. Chelsea og Aston Villa skildu jöfn í ótrúlegum 4-4 leik þar sem þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið og tvær vítaspyrnur dæmdar. Þá náði Reading jafntefli gegn West Ham á útivelli þrátt fyrir að Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Og Tottenham rústaði Fulham með fimm mörkum gegn einu. Robbie Keane fagnar öðru tveggja marka sinna í dag.Nordic Photos / Getty Images Tottenham - Fulham 5-1 1-0 Robbie Keane (27.) 2-0 Tom Huddlestone (45.) 2-1 Clint Dempsey (60.) 3-1 Robbie Keane (62.) 4-1 Tom Huddlestone (71.) 5-1 Jermain Defoe (90.) Rautt: Moritz Volz, Fulham (87.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var mikið gleðiefni fyrir stuðningsmenn Tottenham að Ledley King var í fyrsta sinn á tímabilinu í byrjunarliði Tottenham. Tom Huddlestone og Jamie O'Hara voru á miðjunni en Kevin-Prince Boateng á bekknum. Í sókninni byrjuðu þeir Robbie Keane og Dimitar Berbatov. Ray Lewington stýrði Fulham þar sem enn er verið að leita af eftirmanni Lawrie Sanchez sem rekinn var á dögunum. Lewington gerði þrjár breytingar á liði Fulham en þeir Chris Baird, Seol Ki-Hyeon og Alexei Smertin voru allir í byrjunarliðinu. Leikurinn byrjaði heldur rólega en það voru þó heimamenn sem virtust öllu líklegri til að skora fyrsta markið. Dimitar Berbatov náði að ógna marki Fulham eftir tæplega hálftímaleik en það var Robbie Keane sem skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins á 27. mínútu. Hann fylgdi eftir skoti Steed Malbranque sem hafnaði í stönginni og fór beint fyrir fætur Keane. Tom Huddlestone bætti svo við öðru marki seint í hálfleiknum en hann skoraði með föstu skoti af um 20 metra færi. Antti Niemi, markvörður Fulham, bifaðist ekki í markinu. Clint Dempsey náði þó að minnka muninn fyrir Fulham snemma í síðari hálfleik eftir að hann fylgdi eftir eigin skoti sem Paul Robinson varði frá honum. En það var til skamms þar sem Robbie Keane bætti við sínu öðru marki skömmu síðar. Hann skoraði af stuttu færi eftir skalla Dimitar Berbatov að marki. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk hann tækifæri til að fullkomna þrennuna en skaut yfir af stuttu færi. Tom Huddlestone bætti hins vegar við öðru marki sínu með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Ekkert virðist ganga Fulham í haginn þessa dagana. Varamaðurinn Moritz Volz fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir tvö gul spjöld en það síðara kom eftir brot á Malbranque. Jermain Defoe stráði svo salti í sárin með því að skora fimmta mark Tottenham í leiknum skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í dag.Nordic Photos / Getty Images West Ham - Reading 1-1 1-0 Nolberto Solano (42.) 1-1 Dave Kitson (60.). Rautt: Brynjar Björn Gunnarsson, Reading (29.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Carlton Cole hefur tekið út leikbannið sitt og var því í fremstu víglínu West Ham í stað Henri Camara. En þeir James Collins og Luis Boa Morte voru frá vegna meiðsla. Byrjunarlið Reading var óbreytt frá síðasta leik sem þýddi að þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru á sínum stað. West Ham byrjaði af krafti og átti Hayden Mullins strax ágætt skot að marki en beint á markvörðinn. Reading svaraði um hæl og fengu markverðir beggja liða nóg að gera fyrstu mínúturnar. Reading varð þó fyrir áfalli þegar Brynjar Björn fékk að líta beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Hayden Mullins, leikmann West Ham. Hann verður væntanlega dæmdur í þriggja leikja bann fyrir þetta. Það var svo Nolberto Solano sem skoraði mark West Ham í fyrri hálfleik. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og skilaði honum í markið með laglegu skoti. West Ham var áfram sterkari aðilinn í upphafi seinni hálfleiks eins og í lok þess fyrri og gerði Marcus Hahnemann, markvörður Reading, vel til að verja skot Scott Parker af stuttu færi. En Reading neitaði að gefast upp og náði Dave Kitson að skora jöfnunarmark liðsins eftir fyrirgjöf Nicky Shorey. West Ham komst nærri því að endurheimta forystuna þegar að Jonathan Spector skallaði í samskeytin og þá varði Hahnemann vel frá Freddie Ljungberg skömmu síðar. Dean Ashton átti svo skot að marki en boltinn fór beint í andlit Ívars Ingimarssonar. Frekar skrautlegur dagur hjá Íslendingunum í Reading. En hvorugt lið náði að skora sigurmarkið í leiknum og niðurstaðan því mjög ásættanlegt jafntefli fyrir Reading. Shaun Maloney kom Aston Villa í 2-0 í fyrri hálfleik.Nordic Photos / Getty Images Chelsea - Aston Villa 4-4 0-1 Shaun Maloney (14.) 0-2 Shaun Maloney (44.) 1-2 Andreiy Shevchenko, víti (45.) 2-2 Andreiy Shevchenko (50.) 3-2 Alex (66.) 3-3 Martin Laursen (72.) 4-3 Michael Ballack (88.) 4-4 Gareth Barry, víti (93.) Rautt: Zat Knight, Aston Villa (45.), Ricardo Carvalho, Chelsea (80.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Petr Cech var óvænt í byrjunarliði Chelsea þrátt fyrir að hann fór meiddur af velli gegn Blackburn um helgina. Claudio Pizarro var einnig í byrjunarliðinu. Martin O'Neill tefldi hins vegar fram alveg óbreyttu liði frá jafnteflisleik Aston Villa gegn Manchester City. Strax frá upphafi var ljóst að Aston Villa var betri aðilinn en John Carew var óheppinn að koma sínum mönnum ekki yfir þegar hann skallaði naumlega yfir mark Chelsea. Það var svo Carew sem lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Shaun Maloney. Carew skallaði boltann fyrir markið þar sem Maloney skoraði með skoti af stuttu færi. Gabriel Agbonlahor fékk svo skömmu síðar færi til að koma Aston Villa tveimur mörkum yfir en skot hans á mark Chelsea kom úr þröngu færi. Það var þó engum blöðum að fletta að Aston Villa yfirspilaði Chelsea þennan fyrsta hálftíma leiksins. Til að bæta gráu á svart þurfti Frank Lampard að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu. Michael Ballack kom inn í hans stað í hans fyrsta úrvalsdeildarleik á leiktíðinni. Á 44. mínútu náði svo Maloney að skora öðru sinni og í þetta sinn var það alfarið Petr Cech markverði að kenna. Maloney fékk frítt spil fyrir framan vítateig Chelsea, átti skot að marki en Cech var vel staðsettur og hefði átt að verja skotið auðveldlega. Hins vegar náði hann ekki að klófesta boltann sem fór af honum og í netið. En þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma í fyrri hálfleik fékk Chelsea vonarglætu. Zat Knight braut á Michael Ballack í vítateig Aston Villa og dæmdi dómarinn umsvifalaust víti. Skömmu síðar fékk svo Knight að líta rauða spjaldið. Andreiy Shevchenko átti ekki í vandræðum með að skora úr vítaspyrnunni og skyndilega var Chelsea í góðum séns þegar liðin gengu til búningsklefa sinna í leikhléi. Martin O'Neill ákvað að fórna markahetjunni Shaun Maloney fyrir Curtis Davies sem kom inn í vörn Aston Villa fyrir Zat Knight. Chelsea var ekki nema fimm mínútur að jafna leikinn. Aftur var Shevchenko að verki en hann skoraði með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Gjörsamlega óverjandi. Þar með var leikurinn búinn að snúast við á örfáum mínútum og útlit fyrir að Chelsea myndi leika sinn 72. heimaleik í röð án þess að tapa. Shevchenko var sjóðandi heitur og lagði upp þriðja mark Chelsea sem Alex skoraði með föstu skoti úr vítateignum. En þrátt fyrir allt þetta náði Aston Villa að jafna metin á nýjan leik. Martin Laursen var þar að verki með skoti af stuttu færi eftir að boltinn barst inn á teig eftir aukaspyrnu Ashley Young. Annað rautt spjald fór á loft og í þetta sinn fékk leikmaður Chelsea að fara af velli. Ricardo Carvalho fékk verðskuldað rautt fyrir afar ljóta tveggja fóta tæklingu á Agbonlahor. Þessum ótrúlega leik var þó ekki lokið en Chelsea tókst að endurheimta forystuna þrátt fyrir að hafa misst mann af velli. Michael Ballack skoraði úr aukaspyrnu rétt utan vítateigsins. Dramatíkinni var enn ekki lokið. Undir blálokin fékk Ashley Cole rautt fyrir að handleika knöttinn á eigin marklínu. Vítaspyrna var dæmd og skoraði Gareth Barry örugglega úr henni. Niðurstaðan því ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge í dag.
Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn