Enski boltinn

Blokhin vill kaupa Shevchenko

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shevchenko fagnar hér marki sínu gegn Sunderland fyrr í mánuðinum.
Shevchenko fagnar hér marki sínu gegn Sunderland fyrr í mánuðinum. Nordic Photos / Getty Images

Oleg Blokhin, knattspyrnustjóri FC Moskvu, hefði mikinn áhuga á því að fá Andreiy Shevchenko til liðs við félagið frá Chelsea.

Blokhin hætti nýlega sem landsliðsþjálfari Úkraínu þar sem hann og Shevchenko náðu vel saman og komu liðinu til að mynda í úrslitakeppni HM í Þýskalandi árið 2006.

Shevchenko hefur illa gengið að ná sér á strik með Chelsea síðan hann kom til liðsins frá AC Milan fyrir 30 milljónir punda árið 2006.

Hann nýtur góðs af meiðslum Didier Drogba hjá Chelsea og fær því að spila en engu að síður hefur hann þrálátlega verið sagður á leið frá Chelsea.

„Honum gengur ekki allt í haginn í englandi þessa stundina en hann myndi styrkja hvaða lið sem er," sagði Blokhin í samtali við The Sun.

AC Milan mun einnig hafa áhuga á að fá Shevchenko aftur til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×