Fótbolti

Yallop: Beckham ekki enn tilbúinn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Frank Yallop, þjálfari LA Galaxy, segir að hann muni ekki taka neina áhættu með ökklameiðsli David Beckham. Stefnt var að því að Beckham myndi spila um helgina gegn Chivas Guadalajara í Super Liga um helgina en Yallop segir að Beckham verði sennilega hvíldur áfram.

„Hann er ennþá meiddur. Honum hefur farið aðeins fram á síðustu dögum, en af hverju að taka áhættuna? Við viljum að hann verði í 100% ástandi þegar hann byrjar að spila," sagði Yallop.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×