Lögreglan stöðvaði fyrsta pókermótið 18. júní 2007 04:45 Um 150 tóku þátt í fyrsta opinbera pókermótinu sem haldið er hérlendis á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag. Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag.
Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15