Lögreglan stöðvaði fyrsta pókermótið 18. júní 2007 04:45 Um 150 tóku þátt í fyrsta opinbera pókermótinu sem haldið er hérlendis á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag. Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag.
Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15