Innlent

Mikilvæg ráðuneyti undir stjórn Samfylkingarinnar

MYND/Stöð 2

Ingibjörg Sólrún segir það hafa verið erfitt verk að velja fólk á ráðherralista flokksins. Hún segist ánægð með að flokkurinn skuli fara fyrir samgönguráðuneytinu, en Kristján L. Möller er nýr samgönguráðherra. Hún segir flokkinn einnig leggja mikla áherslu á ráðuneyti hins nýja atvinnulífs, iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið.

Aðpurð hvort ekki skjóti skökku við að varaformaður flokksins sé ekki ráðherra segir Ingibjörg ekki svo vera. „Varaformaðurinn mun bera hitann og þungann í flokksstarfinu nú þegar ég tek sæti í ríkisstjórninni."

Jóhanna Sigurðardóttir verður ráðherra velferðarmála og Ingibjörg segir að nokkrar breytingar verði á því ráðuneyti þar sem almannatrygginar séu komnar undir hatt þess ráðuneytis auk málefna aldraðra, sem Samfylkingin lagði áherslu á í kosningabaráttunni.

Ingibjörg segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um breytingar á ráðherraskipan á kjörtímabilinu, en að hún hafi fullt umboð síns flokks til að gera það, gerist þess þörf.

Aðpurð hversvegna Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi orðið fyrir valinu í stól umhverfisráðherra, en Þórunn var í þriðja sæti í sínu kjördæmi, sagði Ingibjörg að Þórunn væri einfaldlega sérfræðingur í umhverfismálum og þessvegna varð hún fyrir valinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×