Innlent

Strætóferðir á 30 mínútna fresti í sumar

Öllu leiðarkerfi Strætó bs. iverður breytt yfir sumartímann þannig að allar ferðir verða á hálftíma fresti í stað tuttugu mínútna. Ástæðan er sparnaður, starfsmannekla og færri farþegar á sumrin segir nýráðinn framkvæmdastjóri Strætó.



Breytt leiðarkerfi strætó á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann var kynnt fyrir vagnstjórum í dag. Leiðarkerfi strætó var einnig breytt umtalsvert árið 2005 og sex. Reynir Jónsson nýráðinn framkvæmdastjóri Strætó segir færri farþega nota strætó á sumrin. Skólabörn sem séu þriðjungur farþega noti vagnana síður þá.



Frá og með 3. júní næstkomandi breytist leiðarkerfið og allar ferðir strætó verða á hálftíma fresti. 19. ágúst verður strætóferðum svo fjölgað aftur á fjölförnustu leiðunum á allt að fimmtán mínútna fresti en þær sem eru minna notaðar verða áfram á hálftíma fresti.



Ástæðan fyrir fækkun ferða er einnig sú að erfitt er að fá mannskap í afleysingar á sumrin. Reynir segir sitt helsta markmið sem nýr framkvæmdastjóri að rétta af fjárhag strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×