Innlent

Aðalmeðferð í klórgasmáli á Austurlandi

Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli á hendur tveimur starfsmönnum Olís vegna klórgasslyssins á Eskifirði í fyrrasumar.

Þeim er gefið að sök almannahættubrot með því að bera sameiginlega ábyrgð á því að um 200 lítrum af ediksýru var dælt í klórtank í sundlaug Eskifjarðar í stað klórlausnar. Við það myndaðist klórgas sem barst um sundlaugarsvæðið. 45 manns urðu fyrir eituráhrifum af gasinu sem lýstu sér í sviða í augum, uppköstum og ertingu og verkjum í öndunarfærum. Báðir mennirnir neita sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×