Innlent

Sofnaði á rauðu ljósi

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glímdi við heldur óvenjulegt mál á einum af fjölförnustu gatnamótum borgarinnar aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt hafði verið um kyrrstæða bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þar var ökumaður í fastasvefni í bifreið sinni.

Gekk vegfarendum illa að vekja ökumanninn og lögreglu sömuleiðis en bíllinn var bæði læstur og í gangi. Maðurinn vaknaði þó um síðir og hugðist þá aka af stað en var hindraður í þeirri för. Var hann færður á lögreglustöð en illa gekk að yfirheyra manninn sem var annaðhvort undir áhrifum lyfja eða vímuefna.

Kom þó í ljós að maðurinn var ökuréttindalaus og hafði sofnað þegar hann beið á rauðu ljósi. Segir lögregla það mikla mildi að maðurinn skyldi ekki sofna þegar bíllinn var á ferð því þá hefði trúlega farið mjög illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×