Innlent

Erfiðlega getur gengið að veiða þorskinn

Sjómenn segja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna næsta fiskveiðiárið sökum minni þorskkvóta. Þeir telja að þorskur sé allt upp í fimmtíu prósent meðafla.

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í síðustu viku að þorskkvóti yrði skertur næsta fiskveiðiárið en ýsukvóti yrði hins vegar aukinn. Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn en ýsukvótinn 100 þúsund tonn. Sjómenn telja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna þar sem þorskurinn er meðafli og svo lítill munur er á þorskkvóta og ýsukvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×