Lífið

Morðsaga Simpsons verður gefin út

MYND/GettyImages

Hin umdeilda bók O.J. Simpsons "Ef ég hefði gert það" sem heitir á frummálinu "If I Did It" mun verða gefin út. Þessu greinir umboðsmaður fjölskyldu hinnar myrtu eiginkonu Simpsons frá í dag en hann hefur samið um útgáfu bókarinnar.

Fjölmiðlafyrirtæki Roberts Murdoch hætti við útgáfu bókarinnar og samnefndan sjónvarpsþátt í fyrra eftir að mikill fjöldi fólks lýsti vanþóknun sinni á hugmyndinni.

Simpson var á sínum tíma sýknaður af morðinu á eiginkonu sinni og vini hennar. Fjölskylda konunnar og útgefandinn munu láta handritið Simsons ósnortið en fá að bæta við athugasemdum og tmz.com er með getgátur um að þær muni líklega felast í því að orðið morðingi verði ritað á hverja síðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.