Íslenska U21 karlalandsliðið vann Belgíu 2-1 á útivelli í leik sem var að ljúka rétt í þessu. Leikurinn er í undankeppni Evrópumótsins en með sigrinum komst Ísland uppfyrir Belga í þriðja sæti riðilsins.
Birkir Bjarnason, leikmaður Viking í Noregi, kom Íslandi yfir eftir sextán mínútna leik og á 29. mínútu bætti Arnór Smárason við marki. Arnór er samningsbundinn Heerenveen í Hollandi.
Ísland hafði tveggja marka forystu í hálfleik en Belgar minnkuðu muninn í seinni hálfleik. Lengra komust þeir ekki og íslenska liðið fékk því stigin þrjú. Fyrri viðureign þessara liða sem fram fór á Akranesi endaði með jafntefli.
Austurríki vann 2-1 sigur á Kýpur fyrr í kvöld.
Staðan í riðlinum:
1. Austurríki - 14. stig (6 leikir)
2. Slóvakía - 8 stig (5 leikir)
3. Ísland - 6 stig (5 leikir)
4. Belgía - 4 stig (5 leikir)
5. Kýpur - 3 stig (5 leikir)
Byrjunarlið U21 landsliðs Íslands:
Haraldur Björnsson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Ari Freyr Skúlason
Guðmann Þórisson
Hallgrímur Jónasson
Aron Einar Gunnarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Arnór Smárason
Rúrik Gíslason
Birkir Bjarnason
Kjartan Henry Finnbogason