Peningaaustur? Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Þróunarmál Það er gott og virðingarvert að þau hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson skuli hvetja til umræðu um þróunaraðstoð, eins og þau gerðu í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu sunnudaginn 4. nóvember sl. Ég vil hér með hrósa þeim og þakka fyrir það. En umræða um þróunaraðstoð er þó lítils virði og jafnvel skaðleg ef hún er ekki laus við fordóma og rangfærslur. Ég segi þetta vegna þess að mér fannst tónninn í umræddu viðtali afar neikvæður og frekar til þess fallinn að ýta undir sleggjudóma og ranghugmyndir um þróunarlönd og þróunaraðstoð en að stuðla að málefnalegri umræðu. Alhæfingar, sem þar var að finna og virðast byggðar á reynslu þeirra hjóna af því að lifa og starfa um eins árs skeið á einum stað í einu landi, fannst mér til þess fallnar að vekja þær hugmyndir hjá lesandanum að framtakslausir og spilltir Afríkubúar standi með hendurnar útréttar og bíði eftir því að við Vesturlandabúarnir „dælum" eða „ausum" í þá peningum. Og ályktunin getur varla orðið önnur en sú að best sé að hætta „að gefa þeim peninga". Það skal skýrt tekið fram að mér er fullkomlega ljóst að þróunaraðstoð er ekki ævinlega beint þangað þar sem þörfin er brýnust og að hún skilar alls ekki alltaf tilætluðum árangri. Það er t.d. almennt viðurkennt að of stór hluti þeirrar aðstoðar sem ætluð er Afríku fari í að greiða ráðgjöfum og starfsfólki þróunarstofnana. Einnig er viðurkennt að matvælaaðstoð, sem ekki er veitt til að bregðast við neyðarástandi, gerir oft meira ógagn en gagn því að hún hefur neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu. Þá er það hárrétt sem þau hjónin segja um mikilvægi þess að stutt sé við menntun, enda er það nú svo að nær allar þróunarstofnanir leggja mikla áherslu á að gera það. En ég held að raunveruleikinn sé annar og jákvæðari en mér finnst umrætt viðtal gefa til kynna. Í þróunarlöndum hafa almennt orðið verulegar efnahagslegar og félagslegar framfarir á seinni árum og er Afríka þar ekki undanskilin. Menntun og heilsufar fer víða batnandi. Það er ekki rétt sem fram kemur í viðtalinu við þau Sigríði og Sigurð að barnadauði hafi aukist í þróunarlöndum. Á undanförnum árum og áratugum hefur sem betur fer dregið verulega úr honum, jafnvel í Malaví, en þó er hann enn þá skelfilegt vandamál og allt of mikill. Orsakir og drifkraftar efnahagslegra og félagslegra framfara eru auðvitað margar og samverkandi en umfangsmiklar nýlegar rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem stjórnvöld halda skynsamlega á málum skili þróunaraðstoð verulegum árangri. Raunveruleikinn er líka því miður ansi flókinn. Rétt eins og í ríku löndunum, hanga hlutirnir saman og verka hver á annan. Vannærð hungruð börn eða börn sem þjást af malaríu eiga erfitt með að einbeita sér og taka því ekki vel eftir í tímum. Og ekki skánar ástandið ef þau hafa þurft að sækja vatn um langan veg áður en þau koma langa leið fótgangandi í skólann Og allt þetta sama á auðvitað við um kennarana. Þetta samhengi hlutanna má alls ekki gleymast. Vatn, vegir, næring, heilsa, menntun og ræktun mynda heild og eru grundvöllur lífsgæða. Þar sem ég hef búið og farið um Afríku hef ég hrifist af þrautseigju og dugnaði fólks sem mjög víða býr við svo sára fátækt og svo erfiðar aðstæður að það þarf dag hvern að berjast fyrir lífi sínu og barna sinna. Konurnar í Malaví eru mér t.d. mjög minnisstæðar þar sem þær bogruðu með léleg verkfæri á ökrunum í steikjandi hita, oft með smábörn bundin á baki sér. Þessar konur stóðu ekki iðjulausar með útréttar hendur og sníktu „ölmusu". Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum benda á að þróunaraðstoð í formi peningaúthlutana er mjög lítill hluti alþjóðlegrar aðstoðar. Og þegar talað er um að miklir peningar fari til þróunaraðstoðar í Afríku er hollt að hafa í huga að stríðsreksturinn í Írak kostar meira á hálfu ári en allar þjóðir heims verja á einu ári til þróunaraðstoðar við alla Afríku. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræðan Þróunarmál Það er gott og virðingarvert að þau hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson skuli hvetja til umræðu um þróunaraðstoð, eins og þau gerðu í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu sunnudaginn 4. nóvember sl. Ég vil hér með hrósa þeim og þakka fyrir það. En umræða um þróunaraðstoð er þó lítils virði og jafnvel skaðleg ef hún er ekki laus við fordóma og rangfærslur. Ég segi þetta vegna þess að mér fannst tónninn í umræddu viðtali afar neikvæður og frekar til þess fallinn að ýta undir sleggjudóma og ranghugmyndir um þróunarlönd og þróunaraðstoð en að stuðla að málefnalegri umræðu. Alhæfingar, sem þar var að finna og virðast byggðar á reynslu þeirra hjóna af því að lifa og starfa um eins árs skeið á einum stað í einu landi, fannst mér til þess fallnar að vekja þær hugmyndir hjá lesandanum að framtakslausir og spilltir Afríkubúar standi með hendurnar útréttar og bíði eftir því að við Vesturlandabúarnir „dælum" eða „ausum" í þá peningum. Og ályktunin getur varla orðið önnur en sú að best sé að hætta „að gefa þeim peninga". Það skal skýrt tekið fram að mér er fullkomlega ljóst að þróunaraðstoð er ekki ævinlega beint þangað þar sem þörfin er brýnust og að hún skilar alls ekki alltaf tilætluðum árangri. Það er t.d. almennt viðurkennt að of stór hluti þeirrar aðstoðar sem ætluð er Afríku fari í að greiða ráðgjöfum og starfsfólki þróunarstofnana. Einnig er viðurkennt að matvælaaðstoð, sem ekki er veitt til að bregðast við neyðarástandi, gerir oft meira ógagn en gagn því að hún hefur neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu. Þá er það hárrétt sem þau hjónin segja um mikilvægi þess að stutt sé við menntun, enda er það nú svo að nær allar þróunarstofnanir leggja mikla áherslu á að gera það. En ég held að raunveruleikinn sé annar og jákvæðari en mér finnst umrætt viðtal gefa til kynna. Í þróunarlöndum hafa almennt orðið verulegar efnahagslegar og félagslegar framfarir á seinni árum og er Afríka þar ekki undanskilin. Menntun og heilsufar fer víða batnandi. Það er ekki rétt sem fram kemur í viðtalinu við þau Sigríði og Sigurð að barnadauði hafi aukist í þróunarlöndum. Á undanförnum árum og áratugum hefur sem betur fer dregið verulega úr honum, jafnvel í Malaví, en þó er hann enn þá skelfilegt vandamál og allt of mikill. Orsakir og drifkraftar efnahagslegra og félagslegra framfara eru auðvitað margar og samverkandi en umfangsmiklar nýlegar rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem stjórnvöld halda skynsamlega á málum skili þróunaraðstoð verulegum árangri. Raunveruleikinn er líka því miður ansi flókinn. Rétt eins og í ríku löndunum, hanga hlutirnir saman og verka hver á annan. Vannærð hungruð börn eða börn sem þjást af malaríu eiga erfitt með að einbeita sér og taka því ekki vel eftir í tímum. Og ekki skánar ástandið ef þau hafa þurft að sækja vatn um langan veg áður en þau koma langa leið fótgangandi í skólann Og allt þetta sama á auðvitað við um kennarana. Þetta samhengi hlutanna má alls ekki gleymast. Vatn, vegir, næring, heilsa, menntun og ræktun mynda heild og eru grundvöllur lífsgæða. Þar sem ég hef búið og farið um Afríku hef ég hrifist af þrautseigju og dugnaði fólks sem mjög víða býr við svo sára fátækt og svo erfiðar aðstæður að það þarf dag hvern að berjast fyrir lífi sínu og barna sinna. Konurnar í Malaví eru mér t.d. mjög minnisstæðar þar sem þær bogruðu með léleg verkfæri á ökrunum í steikjandi hita, oft með smábörn bundin á baki sér. Þessar konur stóðu ekki iðjulausar með útréttar hendur og sníktu „ölmusu". Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum benda á að þróunaraðstoð í formi peningaúthlutana er mjög lítill hluti alþjóðlegrar aðstoðar. Og þegar talað er um að miklir peningar fari til þróunaraðstoðar í Afríku er hollt að hafa í huga að stríðsreksturinn í Írak kostar meira á hálfu ári en allar þjóðir heims verja á einu ári til þróunaraðstoðar við alla Afríku. Höfundur er kennari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun