Peningaaustur? Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Þróunarmál Það er gott og virðingarvert að þau hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson skuli hvetja til umræðu um þróunaraðstoð, eins og þau gerðu í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu sunnudaginn 4. nóvember sl. Ég vil hér með hrósa þeim og þakka fyrir það. En umræða um þróunaraðstoð er þó lítils virði og jafnvel skaðleg ef hún er ekki laus við fordóma og rangfærslur. Ég segi þetta vegna þess að mér fannst tónninn í umræddu viðtali afar neikvæður og frekar til þess fallinn að ýta undir sleggjudóma og ranghugmyndir um þróunarlönd og þróunaraðstoð en að stuðla að málefnalegri umræðu. Alhæfingar, sem þar var að finna og virðast byggðar á reynslu þeirra hjóna af því að lifa og starfa um eins árs skeið á einum stað í einu landi, fannst mér til þess fallnar að vekja þær hugmyndir hjá lesandanum að framtakslausir og spilltir Afríkubúar standi með hendurnar útréttar og bíði eftir því að við Vesturlandabúarnir „dælum" eða „ausum" í þá peningum. Og ályktunin getur varla orðið önnur en sú að best sé að hætta „að gefa þeim peninga". Það skal skýrt tekið fram að mér er fullkomlega ljóst að þróunaraðstoð er ekki ævinlega beint þangað þar sem þörfin er brýnust og að hún skilar alls ekki alltaf tilætluðum árangri. Það er t.d. almennt viðurkennt að of stór hluti þeirrar aðstoðar sem ætluð er Afríku fari í að greiða ráðgjöfum og starfsfólki þróunarstofnana. Einnig er viðurkennt að matvælaaðstoð, sem ekki er veitt til að bregðast við neyðarástandi, gerir oft meira ógagn en gagn því að hún hefur neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu. Þá er það hárrétt sem þau hjónin segja um mikilvægi þess að stutt sé við menntun, enda er það nú svo að nær allar þróunarstofnanir leggja mikla áherslu á að gera það. En ég held að raunveruleikinn sé annar og jákvæðari en mér finnst umrætt viðtal gefa til kynna. Í þróunarlöndum hafa almennt orðið verulegar efnahagslegar og félagslegar framfarir á seinni árum og er Afríka þar ekki undanskilin. Menntun og heilsufar fer víða batnandi. Það er ekki rétt sem fram kemur í viðtalinu við þau Sigríði og Sigurð að barnadauði hafi aukist í þróunarlöndum. Á undanförnum árum og áratugum hefur sem betur fer dregið verulega úr honum, jafnvel í Malaví, en þó er hann enn þá skelfilegt vandamál og allt of mikill. Orsakir og drifkraftar efnahagslegra og félagslegra framfara eru auðvitað margar og samverkandi en umfangsmiklar nýlegar rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem stjórnvöld halda skynsamlega á málum skili þróunaraðstoð verulegum árangri. Raunveruleikinn er líka því miður ansi flókinn. Rétt eins og í ríku löndunum, hanga hlutirnir saman og verka hver á annan. Vannærð hungruð börn eða börn sem þjást af malaríu eiga erfitt með að einbeita sér og taka því ekki vel eftir í tímum. Og ekki skánar ástandið ef þau hafa þurft að sækja vatn um langan veg áður en þau koma langa leið fótgangandi í skólann Og allt þetta sama á auðvitað við um kennarana. Þetta samhengi hlutanna má alls ekki gleymast. Vatn, vegir, næring, heilsa, menntun og ræktun mynda heild og eru grundvöllur lífsgæða. Þar sem ég hef búið og farið um Afríku hef ég hrifist af þrautseigju og dugnaði fólks sem mjög víða býr við svo sára fátækt og svo erfiðar aðstæður að það þarf dag hvern að berjast fyrir lífi sínu og barna sinna. Konurnar í Malaví eru mér t.d. mjög minnisstæðar þar sem þær bogruðu með léleg verkfæri á ökrunum í steikjandi hita, oft með smábörn bundin á baki sér. Þessar konur stóðu ekki iðjulausar með útréttar hendur og sníktu „ölmusu". Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum benda á að þróunaraðstoð í formi peningaúthlutana er mjög lítill hluti alþjóðlegrar aðstoðar. Og þegar talað er um að miklir peningar fari til þróunaraðstoðar í Afríku er hollt að hafa í huga að stríðsreksturinn í Írak kostar meira á hálfu ári en allar þjóðir heims verja á einu ári til þróunaraðstoðar við alla Afríku. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Umræðan Þróunarmál Það er gott og virðingarvert að þau hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson skuli hvetja til umræðu um þróunaraðstoð, eins og þau gerðu í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu sunnudaginn 4. nóvember sl. Ég vil hér með hrósa þeim og þakka fyrir það. En umræða um þróunaraðstoð er þó lítils virði og jafnvel skaðleg ef hún er ekki laus við fordóma og rangfærslur. Ég segi þetta vegna þess að mér fannst tónninn í umræddu viðtali afar neikvæður og frekar til þess fallinn að ýta undir sleggjudóma og ranghugmyndir um þróunarlönd og þróunaraðstoð en að stuðla að málefnalegri umræðu. Alhæfingar, sem þar var að finna og virðast byggðar á reynslu þeirra hjóna af því að lifa og starfa um eins árs skeið á einum stað í einu landi, fannst mér til þess fallnar að vekja þær hugmyndir hjá lesandanum að framtakslausir og spilltir Afríkubúar standi með hendurnar útréttar og bíði eftir því að við Vesturlandabúarnir „dælum" eða „ausum" í þá peningum. Og ályktunin getur varla orðið önnur en sú að best sé að hætta „að gefa þeim peninga". Það skal skýrt tekið fram að mér er fullkomlega ljóst að þróunaraðstoð er ekki ævinlega beint þangað þar sem þörfin er brýnust og að hún skilar alls ekki alltaf tilætluðum árangri. Það er t.d. almennt viðurkennt að of stór hluti þeirrar aðstoðar sem ætluð er Afríku fari í að greiða ráðgjöfum og starfsfólki þróunarstofnana. Einnig er viðurkennt að matvælaaðstoð, sem ekki er veitt til að bregðast við neyðarástandi, gerir oft meira ógagn en gagn því að hún hefur neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu. Þá er það hárrétt sem þau hjónin segja um mikilvægi þess að stutt sé við menntun, enda er það nú svo að nær allar þróunarstofnanir leggja mikla áherslu á að gera það. En ég held að raunveruleikinn sé annar og jákvæðari en mér finnst umrætt viðtal gefa til kynna. Í þróunarlöndum hafa almennt orðið verulegar efnahagslegar og félagslegar framfarir á seinni árum og er Afríka þar ekki undanskilin. Menntun og heilsufar fer víða batnandi. Það er ekki rétt sem fram kemur í viðtalinu við þau Sigríði og Sigurð að barnadauði hafi aukist í þróunarlöndum. Á undanförnum árum og áratugum hefur sem betur fer dregið verulega úr honum, jafnvel í Malaví, en þó er hann enn þá skelfilegt vandamál og allt of mikill. Orsakir og drifkraftar efnahagslegra og félagslegra framfara eru auðvitað margar og samverkandi en umfangsmiklar nýlegar rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem stjórnvöld halda skynsamlega á málum skili þróunaraðstoð verulegum árangri. Raunveruleikinn er líka því miður ansi flókinn. Rétt eins og í ríku löndunum, hanga hlutirnir saman og verka hver á annan. Vannærð hungruð börn eða börn sem þjást af malaríu eiga erfitt með að einbeita sér og taka því ekki vel eftir í tímum. Og ekki skánar ástandið ef þau hafa þurft að sækja vatn um langan veg áður en þau koma langa leið fótgangandi í skólann Og allt þetta sama á auðvitað við um kennarana. Þetta samhengi hlutanna má alls ekki gleymast. Vatn, vegir, næring, heilsa, menntun og ræktun mynda heild og eru grundvöllur lífsgæða. Þar sem ég hef búið og farið um Afríku hef ég hrifist af þrautseigju og dugnaði fólks sem mjög víða býr við svo sára fátækt og svo erfiðar aðstæður að það þarf dag hvern að berjast fyrir lífi sínu og barna sinna. Konurnar í Malaví eru mér t.d. mjög minnisstæðar þar sem þær bogruðu með léleg verkfæri á ökrunum í steikjandi hita, oft með smábörn bundin á baki sér. Þessar konur stóðu ekki iðjulausar með útréttar hendur og sníktu „ölmusu". Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum benda á að þróunaraðstoð í formi peningaúthlutana er mjög lítill hluti alþjóðlegrar aðstoðar. Og þegar talað er um að miklir peningar fari til þróunaraðstoðar í Afríku er hollt að hafa í huga að stríðsreksturinn í Írak kostar meira á hálfu ári en allar þjóðir heims verja á einu ári til þróunaraðstoðar við alla Afríku. Höfundur er kennari.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun