Opið bréf til viðskiptaráðherra Stefanía Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Umræðan Stimpilgjöld Háttvirtur viðskiptaráðherra. Þetta erindi varðar stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán og nauðsyn þess að þau verði lögð niður sem allra fyrst. Undirrituð er háskólanemi í sambúð með öðrum háskólanema og eigum við von á barni eftir nokkra mánuði. Þar sem leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt og kaupverð næstum óviðráðanlegt ákváðum við að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hagstæðustu kjörin reyndust þar og vildum við frekar fjárfesta í eign á viðráðanlegu verði, þrátt fyrir að þurfa að keyra í rúman hálftíma á dag til að sækja nám og vinnu. Eftir að hafa greitt 20% af kaupverði íbúðarinnar af okkar sparifé áttum við rúmlega 600.000 til að kaupa helstu nauðsynjar fyrir heimilið, s.s. ísskáp, þvottavél, rúm, nauðsynjar fyrir barnið o.s.frv. Þessi fjárhæð átti að duga vel fyrir þessu og að ganga upp í afborganir af íbúðaláninu ef harðna mundi í ári meðan á námstímanum stendur. Við undirskrift kaupsamningsins fyrir nokkrum dögum þurftum við að greiða ýmis gjöld sem innheimt eru af ríkinu, má þar helst nefna stimpilgjöld af kaupsamningi og nýju láni. Aukagjöldin urðu alls kr. 515.000 sem þýðir að eftir stóðu rétt tæpar 100.000 krónur af sparifé okkar og höfum við því ekki efni á að kaupa nema hluta af því sem við þörfnumst í búið. Verður áhugavert að sjá hvort það verði barnið eða við sem fáum rúm! Ég vildi með þessu bréfi benda á þessa ósanngirni af hálfu ríkisins á kostnað ungs fólks. Ég tel okkur ekki vera að eyða í vitleysu með þessum kaupum, heldur aðeins vera að taka nauðsynleg skref til að geta stofnað og staðið undir fjölskyldu. Mér þykir ólíklegt að afnám stimpilgjalda muni valda því að þenslan í þjóðfélaginu aukist þar sem þeir aðilar sem valda þenslunni hvað mest eru ekki að hafa áhyggjur af því hvort þeir þurfi að eyða hálfri milljón aukalega í stimpilgjöld eður ei. Jafnframt mundi ég telja að vel hugsandi stjórnendur hagkerfis vilji frekar að fólk eyði sparifé sínu í að kaupa innbú og aðrar nauðsynjar í stað þess að þurfa að greiða allt sparifé sitt í gjöld til ríkisins og taka svo lán fyrir nauðsynjum. Hagfræðilega séð mundi ég a.m.k. frekar telja þess konar lán auka þenslu enn frekar og að ríkið eigi eftir fremsta megni að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk með lítið fjármagn á milli handanna þurfi að taka óþarfa framfærslulán sem þetta. Ég vona því innilega að þú beitir þér fyrir því að leggja af þessa ósanngjörnu skatta, sem gera lítið annað en að íþyngja þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ég vil jafnframt benda á þann kost stjórnvalda, ef þið sjáið ykkur með engu móti fært að leggja niður stimpilgjöld að fullu, að íhuga frekar hvort slík gjöld ættu ekki að flokkast undir lúxusskatt og vera þannig einungis lögð á fasteignakaup sem eru yfir ákveðnu verði, t.d. 30 milljónir, sem er orðið eðlilegt verð 3ja-4ja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að hafa nú þegar tapað þessum peningum til ríkisins vonast ég til að þið sýnið skjót viðbrögð og fellið niður stimpilgjöld af kaupsamningum og húsnæðislánum sem fyrst svo annað ungt fólk í svipuðum sporum þurfi ekki að greiða þessa óþörfu skatta.Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Stimpilgjöld Háttvirtur viðskiptaráðherra. Þetta erindi varðar stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán og nauðsyn þess að þau verði lögð niður sem allra fyrst. Undirrituð er háskólanemi í sambúð með öðrum háskólanema og eigum við von á barni eftir nokkra mánuði. Þar sem leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt og kaupverð næstum óviðráðanlegt ákváðum við að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hagstæðustu kjörin reyndust þar og vildum við frekar fjárfesta í eign á viðráðanlegu verði, þrátt fyrir að þurfa að keyra í rúman hálftíma á dag til að sækja nám og vinnu. Eftir að hafa greitt 20% af kaupverði íbúðarinnar af okkar sparifé áttum við rúmlega 600.000 til að kaupa helstu nauðsynjar fyrir heimilið, s.s. ísskáp, þvottavél, rúm, nauðsynjar fyrir barnið o.s.frv. Þessi fjárhæð átti að duga vel fyrir þessu og að ganga upp í afborganir af íbúðaláninu ef harðna mundi í ári meðan á námstímanum stendur. Við undirskrift kaupsamningsins fyrir nokkrum dögum þurftum við að greiða ýmis gjöld sem innheimt eru af ríkinu, má þar helst nefna stimpilgjöld af kaupsamningi og nýju láni. Aukagjöldin urðu alls kr. 515.000 sem þýðir að eftir stóðu rétt tæpar 100.000 krónur af sparifé okkar og höfum við því ekki efni á að kaupa nema hluta af því sem við þörfnumst í búið. Verður áhugavert að sjá hvort það verði barnið eða við sem fáum rúm! Ég vildi með þessu bréfi benda á þessa ósanngirni af hálfu ríkisins á kostnað ungs fólks. Ég tel okkur ekki vera að eyða í vitleysu með þessum kaupum, heldur aðeins vera að taka nauðsynleg skref til að geta stofnað og staðið undir fjölskyldu. Mér þykir ólíklegt að afnám stimpilgjalda muni valda því að þenslan í þjóðfélaginu aukist þar sem þeir aðilar sem valda þenslunni hvað mest eru ekki að hafa áhyggjur af því hvort þeir þurfi að eyða hálfri milljón aukalega í stimpilgjöld eður ei. Jafnframt mundi ég telja að vel hugsandi stjórnendur hagkerfis vilji frekar að fólk eyði sparifé sínu í að kaupa innbú og aðrar nauðsynjar í stað þess að þurfa að greiða allt sparifé sitt í gjöld til ríkisins og taka svo lán fyrir nauðsynjum. Hagfræðilega séð mundi ég a.m.k. frekar telja þess konar lán auka þenslu enn frekar og að ríkið eigi eftir fremsta megni að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk með lítið fjármagn á milli handanna þurfi að taka óþarfa framfærslulán sem þetta. Ég vona því innilega að þú beitir þér fyrir því að leggja af þessa ósanngjörnu skatta, sem gera lítið annað en að íþyngja þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ég vil jafnframt benda á þann kost stjórnvalda, ef þið sjáið ykkur með engu móti fært að leggja niður stimpilgjöld að fullu, að íhuga frekar hvort slík gjöld ættu ekki að flokkast undir lúxusskatt og vera þannig einungis lögð á fasteignakaup sem eru yfir ákveðnu verði, t.d. 30 milljónir, sem er orðið eðlilegt verð 3ja-4ja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að hafa nú þegar tapað þessum peningum til ríkisins vonast ég til að þið sýnið skjót viðbrögð og fellið niður stimpilgjöld af kaupsamningum og húsnæðislánum sem fyrst svo annað ungt fólk í svipuðum sporum þurfi ekki að greiða þessa óþörfu skatta.Höfundur er háskólanemi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun