Erlent

Atvinnuleysi í Færeyjum lítið

Þessi færeyski bóndi býr í Straumey þar sem atvinnuleysi mælist aðeisn 1,2 prósent.
nordicphotos/afp
Þessi færeyski bóndi býr í Straumey þar sem atvinnuleysi mælist aðeisn 1,2 prósent. nordicphotos/afp
Atvinnuleysi í Færeyjum er í sögulegu lágmarki og mælist aðeins 1,3 prósent samkvæmt færeysku hagstofunni. Fréttavefur færeyska ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla, eða 1,8 prósent á móti 0,9 prósentum hjá körlum. Í öllum sýslum í Færeyjum er atvinnuleysi meira meðal kvenna en karla. Mest mælist atvinnuleysið meðal kvenna á aldrinum 55 ára til 66 ára.

Atvinnuleysi er hvergi hærra en í Suðurey, þar sem það mælist 2,3 prósent. Minnst atvinnuleysi er í Sandey, eða 0,3 prósent.

- sdg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×