Innlent

Krapi og skafrenningur á Holtavörðuheiði

MYND/GG

Vegagerðin varar við miklum krapa og skafrenningi á Holtavörðuheiði. Þá er víða hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Enn fremur er þungfært um Lágheiði en mokstur stendur yfir. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir og ófært er um Hellisheiði eystri. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×