Tuttugu ára bið Valsmanna á enda 30. september 2007 00:01 Guðmundur Benedikts-son stjórnaði sigursöngnum inni í klefa. Fréttablaðið/Vilhelm Valsmenn eru Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla eftir 1-0 sigur á HK á Laugardalsvellinum. Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Val titilinn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins 13 mínútna leik. Þetta er tuttugasti Íslandsmeistaratitill Hlíðarendaliðsins sem kemst þar með í hóp með KR sem einu félögin með 20 titla. „Þetta var frábært og mjög ljúft. Ég lýsti því yfir þegar ég skoraði á móti Skaganum að það mark væri upphafið að einhverju. Ég þurfti reyndar bara að leggja boltann í autt netið en það þarf að gera það líka. Þetta var mjög erfiður leikur og ég vil hrósa HK-liðinu fyrir að gera okkur erfitt fyrir allan leikinn. Þetta var virkilega erfitt en þeim mun sætara,“ sagði hetja Valsmanna, Atli Sveinn Þórarinsson og bætti við: „Þær raddir heyrðust þegar við náðum ekki að taka toppsætið þegar við fengum nokkrum sinnum möguleika á því að við gugnuðum bara og hefðum ekki karakterinn. Það þjappaði okkur heilmikið saman og gerði okkur sterkari sem hóp. Við ætlum að taka sumarfríið okkar núna og slaka aðeins á og svo förum við á fullum krafti inn í næsta tímabil,“ sagði Atli. Leikur Valsmanna var spennuþrunginn og þeir hafa oft spilað betur í sumar. Valsliðið var þó sterkari aðilinn en náði þó ekki að skapa sér mörg færi gegn baráttuglöðu HK-liði sem var alltaf ógnandi í skyndisóknunum. Helgi Sigurðsson skoraði reyndar annað mark á 17. mínútu sem hefði að öllum líkindum gert út um leikinn en var dæmdur rangstæður sem var umdeild ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.Eigum þetta skiliðTveir góðir Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn.Fréttablaðiðð/Vilhelm Willum Þór Þórsson hefur nú gert tvö lið að Íslandsmeisturum en KR vann titilinn undir hans stjórn 2002 og 2003. „Þetta tók á allar 90 mínúturnar því þú ert aldrei öruggur í stöðunni 1-0. Við vorum alltaf að reyna að koma öðru marki á þá. HK-liðið mætti í þetta mót til þess að berjast fyrir lífi sínu og þeim tókst það. Þetta var því erfitt allan leikinn en þetta hafðist,“ segir Willum Þór sem er á sínu þriðja ári með Valsliðið. „Við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í fyrra og við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í hittifyrra. Við höfum styrkst frá hverju ári til þess næsta og það er þannig með sanna keppnismenn að ef þú nærð ekki árangri þá reynir þú bara betur næst. Ég vil meina að við eigum skilið að taka þennan titil ekki síst út frá því að við lögðum FH-ingana í báðum leikjunum,“ sagði Willum Þór Þórsson eftir að titillinn var í höfn. HK-liðið á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína ekki bara í þessum leik heldur í allt sumar. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, hefur því sjaldan verið brosmildari eftir tapleik en í einmitt í gær. „Þetta er stórkostlegt þótt við vildum hafa klárað þetta sjálfir. Það var markmiðið hjá okkur að halda okkur uppi, það sögðu allir að við myndum falla en við erum búnir að stinga upp í þá menn. Við erum stoltir HK-ingar og við erum í úrvalsdeild á næsta ári,“ sagði Gunnleifur. ooj@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Valsmenn eru Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla eftir 1-0 sigur á HK á Laugardalsvellinum. Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Val titilinn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins 13 mínútna leik. Þetta er tuttugasti Íslandsmeistaratitill Hlíðarendaliðsins sem kemst þar með í hóp með KR sem einu félögin með 20 titla. „Þetta var frábært og mjög ljúft. Ég lýsti því yfir þegar ég skoraði á móti Skaganum að það mark væri upphafið að einhverju. Ég þurfti reyndar bara að leggja boltann í autt netið en það þarf að gera það líka. Þetta var mjög erfiður leikur og ég vil hrósa HK-liðinu fyrir að gera okkur erfitt fyrir allan leikinn. Þetta var virkilega erfitt en þeim mun sætara,“ sagði hetja Valsmanna, Atli Sveinn Þórarinsson og bætti við: „Þær raddir heyrðust þegar við náðum ekki að taka toppsætið þegar við fengum nokkrum sinnum möguleika á því að við gugnuðum bara og hefðum ekki karakterinn. Það þjappaði okkur heilmikið saman og gerði okkur sterkari sem hóp. Við ætlum að taka sumarfríið okkar núna og slaka aðeins á og svo förum við á fullum krafti inn í næsta tímabil,“ sagði Atli. Leikur Valsmanna var spennuþrunginn og þeir hafa oft spilað betur í sumar. Valsliðið var þó sterkari aðilinn en náði þó ekki að skapa sér mörg færi gegn baráttuglöðu HK-liði sem var alltaf ógnandi í skyndisóknunum. Helgi Sigurðsson skoraði reyndar annað mark á 17. mínútu sem hefði að öllum líkindum gert út um leikinn en var dæmdur rangstæður sem var umdeild ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.Eigum þetta skiliðTveir góðir Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn.Fréttablaðiðð/Vilhelm Willum Þór Þórsson hefur nú gert tvö lið að Íslandsmeisturum en KR vann titilinn undir hans stjórn 2002 og 2003. „Þetta tók á allar 90 mínúturnar því þú ert aldrei öruggur í stöðunni 1-0. Við vorum alltaf að reyna að koma öðru marki á þá. HK-liðið mætti í þetta mót til þess að berjast fyrir lífi sínu og þeim tókst það. Þetta var því erfitt allan leikinn en þetta hafðist,“ segir Willum Þór sem er á sínu þriðja ári með Valsliðið. „Við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í fyrra og við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í hittifyrra. Við höfum styrkst frá hverju ári til þess næsta og það er þannig með sanna keppnismenn að ef þú nærð ekki árangri þá reynir þú bara betur næst. Ég vil meina að við eigum skilið að taka þennan titil ekki síst út frá því að við lögðum FH-ingana í báðum leikjunum,“ sagði Willum Þór Þórsson eftir að titillinn var í höfn. HK-liðið á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína ekki bara í þessum leik heldur í allt sumar. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, hefur því sjaldan verið brosmildari eftir tapleik en í einmitt í gær. „Þetta er stórkostlegt þótt við vildum hafa klárað þetta sjálfir. Það var markmiðið hjá okkur að halda okkur uppi, það sögðu allir að við myndum falla en við erum búnir að stinga upp í þá menn. Við erum stoltir HK-ingar og við erum í úrvalsdeild á næsta ári,“ sagði Gunnleifur. ooj@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira