Innlent

Lítill fugl velti þungu hlassi

Bíll fór út af veginum í Hrútafirði snemma í gærmorgun og valt. Einn farþegi var í bílnum ásamt ökumanni og sluppu þeir báðir án teljandi meiðsla. Bifreiðin er þó talin gjörónýt eftir veltuna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hrökk ökumaðurinn við þegar hann sá fugl fljúga af stað, sem setið hafði á veginum. Við það missti hann stjórn á bílnum þannig að hann fór af veginum og valt.- sþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×