Innlent

Yfir 300 manns rannsakaðir

Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis.

Ástæða þótti til að ráðast í umfangsmiklar rannsóknir vegna tveggja tilvikanna, annars vegar þegar vistmaður á elliheimili veiktist, og hins vegar þegar upp komu veikindi hjá starfsmanni á Kárahnjúkum. Í hvoru tilviki þótti ástæða til að rannsaka um 160 manns, en ekkert hefur enn fundist. Í tilviki eldri mannsins er talið að hann hafi sýkst á yngri árum en borið með sér veiruna alla ævi án þess að veikjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×