Tveggja barna móðir opnar sjávardýragarð á Ísafirði 9. júní 2007 08:00 Lísbet er skráð sem skemmtikraftur í símaskránni en segir það hafa verið gert í gríni. Mynd/Smári Karlsson „Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“ Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
„Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning