Lífið

Auglýsing gegn Íraksstríðinu

Stone vil láta draga bandaríska herliðið frá Írak.
Stone vil láta draga bandaríska herliðið frá Írak.

Leikstjórinn frægi Oliver Stone ætlar að leikstýra auglýsingu þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að draga herlið sitt frá Írak. Auglýsingin er hluti af stórri auglýsingaherferð vegna málefnisins. Í henni tala bandarískir hermenn eða skyldmenni þeirra um áhrifamátt stríðsins.

„Bandaríkin þurfa að hlusta á hermennina sína,“ sagði Stone.

„Leiðtogarnir í Washington segjast styðja við bakið á hermönnunum en þeir sem þjást mest vegna stefnumála þeirra eru hermennirnir sjálfir. Ég vildi taka þátt í þessu verkefni vegna þess að sem fyrrverandi hermaður veit ég að Bandaríkjamenn þurfa að hlusta á hermenn sína.“

Stone var heiðraður með Purpurahjartanu þegar hann barðist í Víetnamstríðinu. Byggði hann mynd sína Platoon á þeirri reynslu. Hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Born on the Fourth of July, JFK, Natural Born Killers og World Trade Center.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.