Gífurleg eyðilegging í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur 19. apríl 2007 09:00 Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 urðu eldi að bráð. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Talið er að eldsupptök hafi verið í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufrægustu í Reykjavík. Ljóst er að mikið menningarsögulegt tjón hefur orðið. Húsið við Lækjargötu 2 er stórskemmt og húsið við Austurstræti 22 er gjörónýtt. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö í gær og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru um 100 manns, bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn, á vettvangi þegar mest var. Reyk-kafarar fóru inn í húsin strax við komuna á vettvang og lögregla hófst handa við að rýma svæðið. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir ljóst að slökkviliðsmenn hafi lagt sig í mikla hættu en slökkvistarfið hafi gengið vonum framar miðað við hversu aðkoman var ljót. „Við þurftum að rífa þakið af Austurstræti 22 vegna þess hvað var mikil hrunhætta og ég treysti því ekki að senda inn menn í þessar hættulegu aðstæður.“ Jón Viðar telur að eldvarnir húsanna hafi ekki verið nægilega góðar, enda séu húsin gömul og erfitt að koma slíku við. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörnum í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglugerðum.“ Björn segir að við nýja starfsemi, eins og veitingahúsarekstur, verði að uppfylla byggingareglugerðir á þeim tíma. Það er hins vegar ekki alltaf hægt.“ Björn segir að eldvarnareftirlit þurfi stundum að slaka á kröfum vegna þess að viðkomandi hús sé menningarverðmæti og þeim megi ekki breyta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna tveggja, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Þórður Halldórsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að þrátt fyrir að mikinn fjölda fólks hafi drifið að og fylgst með brunanum hafi gengið mjög vel að rýma svæðið. „Fólk hefur verið mjög samvinnufúst og farið eftir öllum fyrirmælum lögreglu.“ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja stóðu vaktina í höfuðstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir að allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu hafði verið sent á vettvang. Þeirra hlutverk var að manna slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef af yrði. Reykjarkófið frá eldinum sást úr nágrannabyggðarlögunum en reykurinn lagðist yfir miðborgina, bæði til suðurs og vesturs. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 urðu eldi að bráð. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Talið er að eldsupptök hafi verið í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufrægustu í Reykjavík. Ljóst er að mikið menningarsögulegt tjón hefur orðið. Húsið við Lækjargötu 2 er stórskemmt og húsið við Austurstræti 22 er gjörónýtt. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö í gær og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru um 100 manns, bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn, á vettvangi þegar mest var. Reyk-kafarar fóru inn í húsin strax við komuna á vettvang og lögregla hófst handa við að rýma svæðið. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir ljóst að slökkviliðsmenn hafi lagt sig í mikla hættu en slökkvistarfið hafi gengið vonum framar miðað við hversu aðkoman var ljót. „Við þurftum að rífa þakið af Austurstræti 22 vegna þess hvað var mikil hrunhætta og ég treysti því ekki að senda inn menn í þessar hættulegu aðstæður.“ Jón Viðar telur að eldvarnir húsanna hafi ekki verið nægilega góðar, enda séu húsin gömul og erfitt að koma slíku við. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörnum í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglugerðum.“ Björn segir að við nýja starfsemi, eins og veitingahúsarekstur, verði að uppfylla byggingareglugerðir á þeim tíma. Það er hins vegar ekki alltaf hægt.“ Björn segir að eldvarnareftirlit þurfi stundum að slaka á kröfum vegna þess að viðkomandi hús sé menningarverðmæti og þeim megi ekki breyta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna tveggja, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Þórður Halldórsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að þrátt fyrir að mikinn fjölda fólks hafi drifið að og fylgst með brunanum hafi gengið mjög vel að rýma svæðið. „Fólk hefur verið mjög samvinnufúst og farið eftir öllum fyrirmælum lögreglu.“ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja stóðu vaktina í höfuðstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir að allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu hafði verið sent á vettvang. Þeirra hlutverk var að manna slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef af yrði. Reykjarkófið frá eldinum sást úr nágrannabyggðarlögunum en reykurinn lagðist yfir miðborgina, bæði til suðurs og vesturs.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira