Innlent

Verð á bifreiðum lækkar vegna styrkrar stöðu krónunnar

Bílar frá Bílabúð Benna lækka eftir helgi.
Bílar frá Bílabúð Benna lækka eftir helgi.
Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á öllum nýjum bílum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera þá að gengi krónunnar sé ákaflega hagstætt fyrir innflutning. Því sé rétt það skili sér til viðskiptavina. Hann segir verðlækkunina vera á bilinu 3-5% en hún fari eftir verðmæti bílanna og framleiðslulandi.

 

 

Bílabúð Benna flytur inn og selur bíla frá Chevrolet, SsangYong og Porsche. Allir nýir bílar frá þessum framleiðendum verða lækkaðir í verði næstkomandi mánudag.

 

 

Benedikt segir að ef gengi íslensku krónunnar haldi áfram að hækka muni bifreiðarnar lækka enn meira í verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×