Innlent

Sjúkraþyrlu á Akureyri- viðbragðstími of langur

Verja þarf auknu fé til sjúkraflutninga á landsbyggðinni, segir sérfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Of langur viðbragðstími hefur skapað vandræði. Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri segir að stjórnvöld þurfi að setja meiri peninga í sjúkraflutning. Þetta kemur fram í skýrslu um sjúkraflug sem hann vann í samstarfi við Helgu Magnúsdóttir lækni.

Sigurður E. Sigurðsson, yfirlæknir gjörgæsludeildar FSA tekur í sama streng og segir að dæmi séu um að vandræði hafi skapast vegna þess hve erfitt er að ná til fólks í strjálbýli. Sigurður segir að mikilvægt sé að ein sjúkraþyrla verði stödd á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×