Innlent

Þýðingarverkefni sem nema 30 til 40 ársverkum

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. MYND/E.Ól

Fjölga þarf starfsmönnum á Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins um 18 til að hægt verði að klára öll verkefni sem þar bíða. Helstu verkefni stofnunarinnar eru þýðingar á reglugerðum EES samningsins en nú bíða þýðingarverkefni þar sem nema um 30 til 40 ársverkum.

Utanríkisráðuneytið hefur nú óskar eftir 20 milljón króna aukafjárveitingu á fjáraukalögum til að stofna útibú fyrir Þýðingamiðstöð ráðuneytisins á Akureyri. Ráðuneytið hefur gert samning við Háskólann á Akureyri um að opnuð verði starfsstöð frá Þýðingamiðstöðinni þar. Lagt er til að á stöðinni starfi sex þýðendur sem er viðbót við núverandi starfsfjölda og er því ekki um flutning starfa frá Reykjavík að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×