Innlent

Fangar elda á Kvíabryggju

Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Kvíabryggju fyrr í mánuðinum.
Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Kvíabryggju fyrr í mánuðinum.
Þann 15. október næstkomandi munu fangar taka við allri eldamennsku á Kvíabryggju. Til þessa hafa tvær matráðskonur séð um að elda. Starfsmaður í fangelsinu mun áfram sjá um innkaup og hafa yfirumsjón með matreiðslu fanganna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Fangelsismálastofnun.

„Fangelsismálastofnun hefur lagt á það ríka áherslu undanfarin ár að gerð verði tilraun á Litla-Hrauni með að fangar eldi sjálfir og hefur nú verið sköpuð aðstaða á einni deild til að gera þetta mögulegt. Hinn 4. október síðastliðinn tóku 11 fangar á deildinni yfir matreiðsluna en þeir hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Þeir fá ákveðna upphæð á dag og sjá um öll innkaup matvæla í gegnum verslun í fangelsinu. Fangelsismálastofnun vonast til að þetta verði föngum og aðstandendum þeirra til ánægju, kenni föngunum að vinna saman og auki lífsleikni þeirra,“ segir í tilkynningunni

Fangelsið áformar að fá fagfólk til að vera með sýnikennslu í hollri matreiðslu og hagkvæmni í innkaupum. Þá er verið að leggja grunn að sambærilegum breytingum á eldunaraðstöðu í fleiri deildum fangelsisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×