Innlent

Fíkniefni í Keflavík

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn við reglubundið eftirlit rétt fyrir sex í morgun, sem reyndust vera með ætluð fíkniefni, hass og amfetamín. Magn efnanna var ekki mikið og var það ætlað til eigin neyslu að sögn mannanna. Mennirnir eru báðir vel kunnugir lögreglunni. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þrír menn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í Kópavogi, einn á Akureyri, einn í Hafnarfirði og einn á Akranesi, þar sem einn ökumaður reyndist líka réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×