Innlent

Tveir slösuðust þegar jeppi valt

Tveir menn slösuðust þegar jeppi þeirra valt við Hrafntinnusker síðustu nótt. Meiðsl mannanna voru þó ekki meiri en svo að þeir komu sér sjálfir í skála í grenndinni og báðu um hjálp.

Björgunarsveitin Ársæll var á æfingu rétt hjá slysstaðnum og fór mönnunum til aðstoðar þegar útkall barst um klukkan tvö síðustu nótt. Björgunarsveitarmenn hlúðu að hinum slösuðu þar til þyrla Varnarliðsins sótti þá og flaug með þá á Landspítalann við Fossvog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×